Home Fréttir Í fréttum Fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði

Fjarlægja skólahúsnæði á skilgreindu hættusvæði

54
0
Bíldudalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Í grein­ar­gerð um ýms­ar heim­ild­ir í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2024 er gert ráð fyr­ir að heim­ild­ar verði aflað til að ganga frá samn­ingi við Vest­ur­byggð um að fjar­lægja skóla­hús­næði á skil­greindu hættu­svæði á Bíldu­dal í stað þess að Of­an­flóðasjóður ráðist í kostnaðarsam­ar fram­kvæmd­ir við að verja hús­næðið.

<>

Lög nr. 49/​1997 um varn­ir gegn snjóflóðum og skriðuföll­um heim­ila ekki greiðslur úr Of­an­flóðasjóði til sveit­ar­fé­laga til að mæta kostnaði þeirra við að flytja starf­semi af hættu­svæði og þá eft­ir at­vik­um til að kaupa eða byggja ann­ars staðar en á hættu­svæði eða ráðast í breyt­ing­ar á hús­næði utan hættu­svæða í stað þess að reisa varn­argarð.

Af þeim sök­um er þörf á að afla sér­stakr­ar heim­ild­ar til samn­ings­gerðar­inn­ar við sveit­ar­fé­lagið. Talið er að það muni leiða til hag­kvæm­ari niður­stöðu bæði fyr­ir ríkið og sveit­ar­fé­lagið að ná sam­komu­lagi um að starf­sem­inni verði fund­inn nýr staður utan hættu­svæðis.

Heimild: Mbl.is