Home Fréttir Í fréttum Bernhöftstorfan og fleiri eignir til sölu

Bernhöftstorfan og fleiri eignir til sölu

146
0
Húsið Gimli er sérstakt í útliti en það er einnig hluti af Bernhöftstorfunni. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bern­höftstorf­an, hluti af Glæsi­bæ, hús­næðið þar sem Skuggi hót­el er til húsa, Borg­ar­tún 25 og hús­næði und­ir tvö sendi­ráð og fleiri eign­ir eru meðal þess sem ákveðið hef­ur verið að selja, en það er FÍ fast­eigna­fé­lag sem er eig­andi eign­anna. Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar kem­ur fram að eig­end­ur fé­lags­ins hafi ákveðið að hefja sölu­ferli þess.

<>
Banka­stræti 2, er nyrsti hluti torf­unn­ar, en þar var veit­ingastaður­inn Lækj­ar­brekka lengi til húsa. mbl.is/Þ​orkell Þorkels­son

Þær fast­eign­ir sem eru í eigu fé­lags­ins eru Amt­manns­stíg­ur 1, Lækj­ar­gata 3 og Banka­stræti 2, en þessi hús hafa jafn­an gengið und­ir nafn­inu Bern­höftstorf­an. Þá er í eigna­safni fé­lags­ins einnig hluti af Álf­heim­um 74, en það er hluti Glæsi­bæj­ar, Ármúli 1, hluti af Banka­stræti 7, Borg­ar­tún 25, Hverf­is­gata 103, þar sem nú er Skuggi hót­el, Lauf­ás­veg­ur 31, þar sem breska og þýska sendi­ráðin eru til húsa, Vík­ur­hvarf 3 og Þver­holt 11, en þar er hluti af Lista­há­skól­an­um til húsa.

Hót­el Skuggi á Hverf­is­götu 103. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Eig­end­ur FÍ fast­eigna­fé­lags slhf í gegn­um FÍ eign­ar­halds­fé­lag eru stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna er með tæp­lega 20% hlut, en Gildi með tæp­lega 16%. Þá er LSR með tæp­lega 12% í gegn­um A-deild sína og 8% í gegn­um B-deild sjóðsins.

Áhuga­söm­um fjár­fest­um er bent á að nálg­ast upp­lýs­ing­ar í gegn­um fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka sem hef­ur um­sjón með sölu­ferl­inu.

Borg­ar­tún 25 er ein eign­anna sem eru í eigu fast­eigna­fé­lags­ins.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi FÍ fast­eigna­fé­lags voru leigu­tekj­ur þess 889 millj­ón­ir í fyrra. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir mats­breyt­ing­ar og fjár­magnsliði var tæp­lega 600 millj­ón­ir, en þegar mið hafði verið tekið af mats­breyt­ingu og fjár­magns­gjöld­um var tapið 190 millj­ón­ir. Árið áður hafði hagnaður af starf­semi fé­lags­ins numið 270 millj­ón­um.

Eign­ir fé­lags­ins voru í árs­reikn­ingi í fyrra metn­ar á 13,3 millj­arða og hækkuðu úr 12,9 millj­örðum frá ár­inu áður.

Á sín­um tíma átti að rífa húsa­lengj­una á Bern­höftstorf­unni og reisa þar stjórn­ar­ráðsbygg­ingu. Því var mót­mælt og risu þá upp Torfu­sam­tök­in og voru hús­in að lok­um friðuð og gerð upp. Minja­vernd tók svo við hús­un­um, en þau voru seld einkaaðilum árið 2013 og nú á að selja þau á ný.

Heimild: Mbl.is