Home Fréttir Í fréttum 27.04.2023 Akraneskaupstaður “Flóahverfi 2 – Gatnagerð og lagnir”

27.04.2023 Akraneskaupstaður “Flóahverfi 2 – Gatnagerð og lagnir”

292
0
Flóahverfi á Akranesi. Ljósmynd og möguleg atvinnuhúsabyggð. Mynd: Akraneskaupstaður.

Akraneskaupstaður í samvinnu við Veitur ohf., Ljósleiðarann ehf og Mílu ehf., óskar eftir tilboði í gatnagerð og lagnir í nýju athafnahverfi, Flóahverfi 2 á Akranesi.

<>

Um er að ræða gatnagerð, stígagerð, götulýsing og lagningu allra veitukerfa og fjarskiptalagna fyrir athafnahverfi í Flóahverfi. Verkið er með 4 áfangaskilum og verklok eru 29. nóvember 2024. Verkið er auglýst á EES svæðinu.

Nokkrar stærðir í verkinu:

  • Gröftur 80.000 m3
  • Fyllingar 62.000 m3
  • Fráveitulagnir 3.800 m
  • Kaldavatnslagnir 3.200 m
  • Hitaveitulagnir 2.800 m.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá þriðjudeginum 21. mars 2023 í gegnum útboðsvef https://akranes.ajoursystem.net.

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 fimmtudaginn 27. apríl 2022.
Fundargerð verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.

Skoða nánar

Loading..