Home Fréttir Í fréttum Skrifstofubygging Alþingis á lokastigi

Skrifstofubygging Alþingis á lokastigi

173
0
Húsið er fimm hæðir og er uppsteypu lokið. Það verður klætt steini frá fyrirtækinu S. Helgasyni. Árið 2020 var kynnt að í fjármálaáætlun væru áætlaðir 4,4 milljarðar króna til verkefnisins. Samkvæmt upplýsingum Rögnu hefur heildarkostnaður nú verið áætlaður 5,6 milljarðar. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Fram­kvæmd­ir við nýja skrif­stofu­bygg­ingu Alþing­is í Tjarn­ar­götu 9, Alþing­is­reit, eru í full­um gangi. Þær hafa gengið vel þrátt fyr­ir ýms­ar áskor­an­ir, m.a. vegna heims­far­ald­urs, að sögn Rögnu Árna­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra Alþing­is. Samið var við lægst­bjóðanda, ÞG verk­taka, að byggja húsið.

<>

Fyrsta skóflu­stunga að ný­bygg­ing­unni var tek­in 4. fe­brú­ar 2020. Þá voru verklok áætluð í fe­brú­ar 2023. Síðar var verklok­um frestað fram á vor­mánuði. Gerð var ný áætl­un um af­hend­ing­ar­tíma húss­ins sem hnik­ar dag­setn­ing­um að ein­hverju marki, að sögn Rögnu. Er nú stefnt að af­hend­ingu á hús­inu inn­an­dyra í áföng­um í apríl – júlí nk. en út­lit fyr­ir að lokafrá­gang­ur ut­an­dyra drag­ist fram á haustið.

Ragna seg­ir að áætlan­ir hafi ávallt gengið út frá því að unnt verði að hefja starf­semi í hús­inu fyr­ir byrj­un næsta lög­gjaf­arþings í sept­em­ber og séu von­ir bundn­ar við að þær stand­ist.

Bygg­ing­unni er ætlað að vera þjón­ustukjarni sem muni sam­eina á ein­um stað alla starf­semi nefnda­sviðs, skrif­stof­ur þing­manna, funda- og vinnuaðstöðu þing­flokka o.s.frv.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 9. mars.

Heimild: Mbl.is