Home Fréttir Í fréttum Lands­virkjun hefur sótt um fram­kvæmda­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Lands­virkjun hefur sótt um fram­kvæmda­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

150
0
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. VÍSIR/EGILL

Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð.

<>

Miðvikudaginn 14. desember 2022 barst sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpsverjahrepps umsókn um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar frá Landsvirkjun, að því er segir í fundargerð sveitarstjórnar frá síðasta fundi hennar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Umsóknin fer í vinnslu hjá sveitarstjórn. Í framhaldi af vinnslu sveitarstjórnar er fyrirhugaður fundur með íbúum Skeiða- og Gnúpverjarhrepps.

Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð.
LANDSVIRKJUN

Í lok nóvember síðastliðins fékk Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun hjá Orkustofnun eftir langa bið. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að hann vonaðist til þess að geta hafist handa við virkjunina um mitt næsta ár.

Áður en hafist verður handa þarf Landsvirkjun að afla framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Sveitarstjórn síðarnefnda sveitarfélagsins fundaði ekki um Hvammsvirkjun á síðasta fundi sínum. Þá mun stjórn Landsvirkjunar þurfa að samþykkja framkvæmdirnar.

Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að Hvammsvirkjun hafi verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún sé í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Heimild: Visir.is