Home Fréttir Í fréttum GG Verk úr tapi í hagnað

GG Verk úr tapi í hagnað

242
0
Brynhildur S. Björnsdóttir er stjórnarformaður GG Verks. Ljósmynd: Aðsend mynd

Velta byggingaverktakafyrirtækisins GG Verks nam 3,1 milljörðum króna á árinu 2021 og jókst um 5% á milli ára.

<>

Byggingaverktakafyrirtækið GG Verk hagnaðist um 52 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar tapaði félagið 74 milljónum árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 3.137 milljónum króna á árinu og jukust um 5% milli ára.

Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna og var eigið fé 319 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins var 13% í lok árs 2021. Meðalfjöldi ársverka var 32 á árinu 2021 samanborið við 35 á árinu 2020. Þá nam launakostnaður félagsins 473 milljónum króna í fyrra.

Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2022. Núverandi eigendur félagsins eru hjónin Helgi Gunnarsson og Brynhildur S. Björnsdóttir, sem eiga 45% hlut hvor, og Brynja Blanda Brynleifsdóttir sem á 10% hlut.

Helgi stofnaði GG Verk árið 2006 ásamt bróður sínum Gunnari Gunnarssyni og starfar í dag sem framkvæmdastjóri félagsins. Brynhildur gegndi stöðu framkvæmdastjóra á árunum 2014-19 en er í dag stjórnarformaður félagsins. Þá er Brynja Blanda fjármála- og aðstoðarframkvæmdastjóri GG Verks.

Heimild: Vb.is