Home Fréttir Í fréttum Fundu 300 þúsund í við­bót í 11 milljarða gjald­þroti

Fundu 300 þúsund í við­bót í 11 milljarða gjald­þroti

354
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

300 þúsund krónur greiddust upp í almennar kröfur eftir endurupptöku á gjaldþrotaskiptum JB Byggingafélags en um 2,1 milljarðar greiddust upp í kröfur við skiptalok árið 2019.

<>

Skipti á þrotabúi JB Byggingafélags lauk í ágúst 2019 með um 2,1 milljarða króna greiðslu til kröfuhafa lýstar kröfur námu um 12 milljörðum og samþykktar kröfur námu 10,7 milljörðum.

Skipti á búinu voru endurupptekin í september síðastliðnum á grundvelli 164. gr. laga um gjaldþrotaskipti, að því er kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Samkvæmt úthlutunargerð greiddust 300 þúsund krónur upp í almennar kröfur. Skiptum á búinu lauk á mánudaginn í síðustu viku, 5. desember.

JB byggingarfélag, sem var dótturfélag Innova, var stórtækt í byggingariðnaði á árunum fyrir hrun. Innova var í eigu Engilberts Runólfssonar en fyrirtækið var rétt eins og dótturfélagið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2010.

Fyrri skiptum lauk á þann veg að tæplega 1,85 milljarðar fengust greiddir upp í veðkröfur. Þá greiddust forgangskröfur sem námu tæplega 1,2 milljónum að fullu, auk þess sem tæplega 268 milljónir fengust greiddar upp í almennar kröfur.

Heimild: Vb.is