Þjóðminjasafnið fagnar þingsályktunartillögu um að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til að setja upp að nýju skjaldarmerki sem prýddu framhlið Alþingishússins á vígsludegi þess 1. júlí 1881.
Verði tillagan samþykkt leggur safnið hins vegar til að skildirnir verði endurgerðir þar sem skjöldur með útflöttum þorski sé ekki varðveittur og þurfi því að styðjast við teikningar og ljósmyndir við endurgerð hans.
Í umsögn safnsins um tillöguna segir að tveir skildir frá Alþingishúsinu séu varðveittir í safninu, annar með upphleyptum fálka og hinn með þremur ljónum.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is