Home Fréttir Í fréttum Nýtt hús á Blönduósi afhent nýjum eigendum

Nýtt hús á Blönduósi afhent nýjum eigendum

256
0
Lárus afhendir nýjum eigendum lyklana. Mynd: Huni.is

Í lok síðustu viku fengu eigendur Smárabrautar 14 á Blönduósi afhenta lykla að nýja húsinu sínu. Byggingaraðili og seljandi er Blanda ehf. sem er í eigu Lárusar Jónssonar og nýju eigendurnir eru Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir og Óli Guðlaugur Laursen.

<>
F.v.: Lárus, Auður, Óli, Hafþór (sonur Auðar og Óla) og Erlendur. Mynd: Huni.is

Húsið er fjögurra herbergja parhús og með bílskúr er það um 150 fermetrar að stærð. Bygging þess hófst í fyrra og var Lárus Jónsson byggingarstjóri, Páll Marteinsson byggingarmeistari og yfirsmiður var Erlendur Kolbeinsson.

Úr nýja húsinu. Mynd: Huni.is

Húsið er á steyptum sökkli og steyptri plötu, timburklætt með járni á þaki. Þá er gólfhitalögn í húsinu. Miðstöðin ehf. sá um pípulagnir, Einþór Skúlason á Laugarbakka um rafmagn og Stefán Pálsson um jarðvegsvinnu. Þá vann Bjarki Kristjánsson, smiður hjá Húsherja, einnig að byggingu hússins.

Heimild: Huni.is