Home Fréttir Í fréttum Í fjórða skipti fyrir dóm vegna skattsvika

Í fjórða skipti fyrir dóm vegna skattsvika

180
0
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Karl­maður á sjö­tugs­aldri hef­ur verið ákærður af embætti héraðssak­sókn­ara vegna meiri hátt­ar brota á skatta­lög­um með því að hafa í rekstri einka­hluta­fé­lags, þar sem hann var dag­leg­ur stjórn­andi og skráður stjórn­ar­formaður, kom­ist hjá því að greiða sam­tals 73 millj­ón­ir í skatta.

<>

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem maður­inn hef­ur kom­ist í kast við lög­in þegar kem­ur að eig­in rekstri og skatta­laga­brot­um. Árið 2011 hlaut hann tveggja mánaða dóm fyr­ir hlut sinn í skatta­laga­broti ásamt þrem­ur öðrum og var gert að greiða 2,6 millj­ón­ir í sekt.

Ári síðar hlaut hann árs dóm fyr­ir skatta­laga­brot hjá sama verk­taka­fyr­ir­tæki, en í þetta skiptið var hann dæmd­ur til að greiða 57 millj­ón­ir í sekt.

Árið 2015 var hann svo á ný dæmd­ur fyr­ir skatta­laga­brot í tengsl­um við rekst­ur verk­taka­fyr­ir­tæk­is, en í þetta skiptið hlaut hann 18 mánaða dóm og var gert að greiða 32,5 millj­ón­ir.

Í ákær­unni sem birt hef­ur verið núna kem­ur fram að maður­inn hafi ekki greitt 46,5 millj­ón­ir í virðis­auka­skatt frá ár­inu 2020 og að hann hafi ekki staðið rík­is­sjóði skil á staðgreiðslu launa upp á 26,6 millj­ón­ir á sama tíma­bili.

Málið var þing­fest í síðustu viku í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Heimild: Mbl.is