Home Fréttir Í fréttum Byggja 72.000 milljarða borg

Byggja 72.000 milljarða borg

196
0
Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Ljósmynd/Wikipedia.org/B.alotaby

Sádi-Ar­ab­íu hef­ur fallið sá heiður í skaut að vera gest­gjafi Asísku vetr­ar­leik­anna árið 2029 og standa þar nú yfir veg­leg­ar bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir svo þetta megi verða.

<>

Hyggj­ast Sádar byggja 500 millj­arða dala borg und­ir leik­ana en sú upp­hæð nem­ur tæp­um 72.000 millj­örðum ís­lenskra króna.

„Eyðimerk­ur og fjall­lendi Sádi-Ar­ab­íu verða brátt vett­vang­ur vetr­ar­leika,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Ólymp­í­uráðs Asíu (OCA) er ráðið sendi frá sér af fundi sín­um í Phnom Penh í Kambódíu í dag.

Borg­in vakið verðskuldaða at­hygli

Enn frem­ur kem­ur þar fram að til­boð Sáda um að halda leik­ana hafi verið samþykkt ein­róma inn­an ráðsins en borg­in nýja, NEOM eins og hún kall­ast, verður fyrsta borg­in í Vest­ur-Asíu til að hýsa leik­ana.

NEOM hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli all­ar göt­ur síðan til­kynnt var um bygg­ingu henn­ar árið 2017, meðal ann­ars vegna fyr­ir­ætl­ana um fljúg­andi leigu­bif­reiðar og vél­menni í þjón­ustu­störf­um, hverra nota­gildi arki­tekt­ar og hag­fræðing­ar hafa dregið í efa.

„Á dauða mín­um átti ég von frek­ar en að fara á skíði í mínu heimalandi,“ seg­ir sádi­ar­ab­íski skíðagarp­ur­inn Fayik Abdi við AFP-frétta­stof­una en val OCA hef­ur einnig sætt gagn­rýni og Sádum verið legið á hálsi fyr­ir að stunda svo­kallaðan „íþróttaþvott“ (e. sportswashing) með því að hýsa stór­ar keppn­ir í hne­fa­leik­um, Formúlu eitt og öðrum áber­andi og vin­sæl­um íþrótt­um til að draga at­hygli um­heims­ins frá bágri stöðu mann­rétt­inda­mála í land­inu.

Heimild: Mbl.is