Fjallabyggð óskar hér með eftir tilboðum í að breyta tveim íbúðum á 3. hæð hússins Skálarhlíð í eina, nánar tiltekið íbúð A, syðst á 3. hæð. Verkið er falið í að sameina tvær litlar íbúðir, sem verða eftir sameiningu og stækkun um 42 fermetrar.
2 íbúðir verða sameinaðar í eina og stofa stækkuð með því að færa 3 veggeiningar út og framlengja þak. Veggir umhverfis annað baðherbergið verða fjarlægðir, tæki tekin niður á báðum böðum.
Tækin (handlaug og salernisskál) ásamt skápum, hillum, spegli o.þ.h. verða sett upp eftir að baðherbergið hefur verið þiljað að nýju með baðrýmisplötum. hillum og sett upp , eldhúsinnréttingar fjarlægðar ný eldhúsinnrétting sett upp.
Fataskápar verða færðir til og þil (hliðar) sem ekki verða notuð við tilfærsluna gagnast í nýja eldhúsinnréttingu. Gert verður nýtt dyraop og öðru lokað með tilheyrandi flutningi á hurðum.
Límtrésbiti verður settur upp í stað fjarlægðra veggeininga og loft í stækkun klætt með gifsplötum ásamt lofti í nýju eldhúsi. Innfelld ljós í gifsloftum.
Hellulögn á svölum tekin upp, þakniðurföll tengd við frárennsli, undirstöður og gólfplata steypt vegna stækkunar á stofu og gengið frá svalagólfi að nýju með tilheyrandi þéttingum og tilheyrandi frágangi.
Verktími er frá samþykki töku tilboðs til 21. mars 2023.
Hægt er að nálgast útboðsgögn rafrænt á netfangið armann@fjallabyggd.is
Tilboði skal skila á skrifstofu Fjallabyggðar Gránugötu 24, Siglufirði, í lokuðu umslagi sem sýni nafn bjóðanda, merktu:
“Skálarhlíð – breyting á 3, hæð” eigi síðar en kl 14:00 þann 18.10. 2022.
Opnunartími tilboða: Þriðjudaginn 18. október 2022 kl. 14:00 á skrifstofu Fjallabyggðar.