Kópavogsbær og Framkvæmdasýslan buðu út verkið Hjúkrunarheimili við Boðaþing og Ístak í samstarfi við Eflu og THG urðu hlutskörpust í þeirri samkeppni. Verkið er unnið sem alverk. Ístak er alverktakinn.
Hjúkrunarheimilið Boðaþingi 11-13 er á þremur hæðum með 64 hjúkrunarrýmum og er tengt við núverandi þjónustumiðstöð með tengigöngum á 2. og 3.hæð. Heildarstærð hússins er um 4300 m².
Húsið verður staðsteypt og einangrað að utan.
Gert er áð fyrir að skrifað verði undir samninga núna í vikunni en búið er að veita verkið til Ístaks og áætlað er að framkvæmdir hefjist í lok ágúst og þeim lokið í september 2024.
Heimild: Istak.is