Fjallabygðarhafnir óska eftir tilboðum í verkið „Siglufjörður – Endurbygging innri hafnar
2022“. Helstu verkþættir eru:
- Grafa fyrir akkerisstögum og skera gat í eldra þil fyrir akkerisstögum.
- Fjarlægja polla og skúr við núverandi bryggju.
- Jarðvinna, fylling og þjöppun.
- Reka niður 105 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ14-770 10/10 og ganga frá stagbitum
og stögum. - Steypa um 160 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. maí 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 17. júní 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. júlí 2022.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.