Home Fréttir Í fréttum 349 milljóna hagnaður EFLU

349 milljóna hagnaður EFLU

209
0
Sæmundur Sæmundsson tók við sem framkvæmdastjóri EFLU í lok apríl 2021. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson / Aðsend mynd

Verkfræðistofan EFLA hagnaðist um 349 milljónir á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 74 milljónir á milli ára. Að sama skapi jukust tekjur félagsins 7,25% á milli ára og námu 7,2 milljörðum í fyrra.

<>

Verkfræðistofan EFLA hagnaðist um 349 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 74 milljónir króna á milli ára.

Launakostnaður, stærsti kostnaðarliður félagsins, hækkaði úr 4,9 milljörðum í 5,2 milljarða á árinu. 250 milljónir króna voru greiddar í arð til hluthafa á síðasta ári, en í lok ársins voru 137 hluthafar í félaginu.

Sæmundur Sæmundsson tók við sem framkvæmdastjóri EFLU í lok apríl 2021, en hann tók við af Guðmundi Þorbjörnssyni.

Heimild: Vb.is