Home Fréttir Í fréttum 19.07.2022 Vestfjarðarvegur (60) Um Gufudalssveit, Þórisstaðir – Hallsteinsnes – Eftirlit og ráðgjöf

19.07.2022 Vestfjarðarvegur (60) Um Gufudalssveit, Þórisstaðir – Hallsteinsnes – Eftirlit og ráðgjöf

91
0
Gufudalssveit. Mynd: STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í  eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Vestfjarðarvegur (60) um Gufudalssveit, Þórisstaðir – Hallsteinsnes. Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 10,4 km kafla og 0,2 km kafla um Djúpadalsveg.

Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegsvæði en tengist Vestfjarðarvegi í annan endann og nýjum Djupadalsvegi sem er í byggingu í hinn endann.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í 15. október 2023

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinuTendSign  frá og með fimmtudeginum 16. júní 2022  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. júlí 2022.

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  Föstudaginn 22. júlí  2022 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Previous article05.07.2022 Siglufjörður – Endurbygging Innri hafnar 2022
Next article05.07.2022 Búrfellsvegur (351), Klausturhólar – Búrfell