Home Fréttir Í fréttum Ný Jökulsárbrú senn tekin í notkun

Ný Jökulsárbrú senn tekin í notkun

373
0
Nýja brúin er uppsteypt og senn tilbúin. Á meðan er ekið yfor bráðabirgðabrú sem hér sést til hægri. mbl.is/Sigurður Bogi

Upp­steypu er lokið og veg­teng­ing kom­in að nýrri brú yfir Jök­ulsá á Sól­heimas­andi í Mýr­dal, sem Vega­gerðin ætl­ar að opna í haust. Til úr­lausn­ar nú er að lag­færa steypta kanta sem halda munu uppi hand­riði brú­ar­inn­ar.

<>

Í ljós hef­ur komið að ekki var fyllt út í öll rúm í mót­um þegar kant­arn­ir voru steypt­ir og því þarf að bæta úr nú. Slík­ar end­ur­bæt­ur munu þó ekki tefja að mann­virkið kom­ist í gagnið, því í stór­um verk­efn­um sem þess­um má alltaf bú­ast við óvænt­um frá­vik­um sem taf­ir kunna að fylgja, seg­ir Óskar Örn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri fram­kvæmda­sviðs Vega­gerðar­inn­ar.

Jök­ulsá á Sól­heimas­andi er stund­um nefnd Fúlilækur sak­ir stækr­ar hver­a­lykt­ar sem aðrir kalla jöklafýlu, sem gjarn­an er á þess­um slóðum. Þá ræður að í loft­inu er brenni­steinslykt frá bráðnun jök­uls­ins sem þarna er skammt frá. Eðli jök­uláa sam­kvæmt er rennslið sí­breyti­legt og margt get­ur gerst.

Brú­in nýja er hönnuð sam­kvæmt þess­um veru­leika, en hún er 163 metra löng, tví­breið, stein­steypt, eft­ir­spennt bita­brú sem smiðir ÞG-verk­taka byggðu. Sem sak­ir standa fer um­ferðin á hring­veg­in­um þarna nú um bráðabirgðabrú sem verður tek­in ofan þegar var­an­legt mann­virki er komið í gagnið.

Óskar Örn legg­ur áherslu á að brýr séu í eðli sínu flók­in mann­virki og margt þurfi að hafa í huga við hönn­un þeirra.

„Hjá Vega­gerðinni er gang­ur­inn við brú­ar­smíði gjarn­an sá að við tök­um sum­arið í lokafrá­gang, göng­um frá um­hverfi og ör­yggis­atriðum. Þannig er þetta nú á Sól­heimas­andi,“ seg­ir Óskar Örn.

Heimild: Mbl.is