Home Fréttir Í fréttum Vinna að því að draga úr kol­efnislosun um 43 prósent fyrir 2030

Vinna að því að draga úr kol­efnislosun um 43 prósent fyrir 2030

145
0
Byggingaframkvæmdir í Smáranum VÍSIR/VILHELM

Byggingariðnaðurinn og stjórnvöld taka höndum saman og vinna að því að draga úr kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43 prósent fyrir 2030. Samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs, Byggjum grænni framtíð (BGF) greinir frá þessu ásamt fleiri aðgerðum í nýjum vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð.

<>

Aðgerðirnar sem kynntar eru í vegvísinum eru 74 talsins, sem dæmi má nefna eflingu hringrásarkerfisins, samræmda aðferðarfræði við útreikninga á kolefnisspori bygginga og vistvæna steypu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Í tilkynningunni segir að samstarfsvettvangurinn sé mikilvægur í ljósi þess að mannvirkjageirinn beri ábyrgð á 30 til 40 prósent af losun á heimsvísu. Í vegvísinum kemur fram að 45 prósent af kolefnisspori íslenskra bygginga komi frá byggingarefnum svo sem steypu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun skipa nýja verkefnastjórn sem hefur það hlutverk að fylgja innleiðingu verkefnisins eftir. Stefnt er að því að endurmeta losun mannvirkjageirans fyrir lok ársins 2024.

Hátt í 200 einstaklingar innan mannvirkjageirans umhtóku þátt í gerð vegvísisins og eru 23 aðgerðir af 74 komnar í ferli eða þeim lokið nú þegar. Allir hagaðilar munu hafa tækifæri til þess að koma með athugasemdir hvað vegvísinn varðar og verður svo unnið úr þeim.

Heimild: Visir.is