Home Fréttir Í fréttum 23.6.2022 Smáhús fyrir velferðarsvið 2022 Laugardalur-Lóðafrágangur

23.6.2022 Smáhús fyrir velferðarsvið 2022 Laugardalur-Lóðafrágangur

277
0
Mynd: Vísir.is/Facebooksíða Heiðu Bjargar

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Smáhús fyrir velferðarsvið 2022 Laugardalur-Lóðafrágangur, útboð nr. 15564

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:00 þann 10. júní  2022.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslenskuNýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 23. júní 2022.

Verkið felst í að koma fyrir fimm smáhúsum á lóð í Laugardal, við Engjavegi 40, Reykjavík. Verktaki skal sjálfur flytja húsin á lóðina. Verktaki skal vinna alla jarðvinnu vegna húsanna ásamt því að grafa fyrir lögnum og fylla yfir skurði. Auk þess skal smíða tvö tæknirými fyrir rafmagn og vatn og skyggni fyrir hvert hús. Ganga skal frá lóð á eftir eins og lýst er í útboðsgögnum. Athygli er vakin á því að raflagnavinna og pípulagnavinna er ekki hluti þessa útboðs.

Stærðir:  Fimm smáhús til flutnings, stærð hvers hús um 30 m2. Steyptir sökklar undir húsin. Gröftur um 850 m3. Gröftur vegna lagna um 500 m að lengd.

Lok framkvæmdatíma:        12.október 2022