Í gær skrifuðu Ístak og Félagsstofnun stúdenta undir tvo samninga. Undirritaður var samningur um utanhússviðgerðir þar sem allt ytra byrði hússins verður lagfært.
Skipt um klæðningu á þaki, gluggaskipti á hluta hússins, glerskipti og gluggaviðgerðir, múrviðgerðir, málun o.fl.
Áætluð verklok á því verkefni eru í september 2023. Hinn samningurinn var um uppbyggingu á 113 stúdíóíbúðum í norðurálmu hússins. Íbúðirnar verða teknar í notkun fyrri hluta næsta árs.
Í dag eru um 45 manns starfandi á vegum Ístaks í húsinu ef með eru taldir starfsmenn undirverktaka. Reikna má með að þeim fjölgi enn frekar á næstu vikum.
Heimild: Ístak.is