Home Fréttir Í fréttum Efla annast verkefnastjórn fyrir Borgarbyggð

Efla annast verkefnastjórn fyrir Borgarbyggð

235
0
Íþróttamannvirkin í Borgarnesi, en þar stendur til að byggja nýtt íþróttahús. Mynd: Skessuhorn.is

Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi hefur samþykkt að taka tilboði EFLU verkfræðistofu í verkefnastjórn vegna byggingar íþróttamannvirkja í Borgarnesi.

<>

Sama gildir um byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum, en nefndin hefur ákveðið að ráða Eflu í verkefnastjórn við stækkun skólahússins þar.

Hvort tveggja eru umfangsmikil og kostnaðarsöm verkefni sem Borgarbyggð hyggst ráðast í á næstunni og hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma.

Hluti húss Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.

Í báðum tilvikum er um að ræða verkefnastjórn vegna undirbúnings og hönnunar og mun verkefnastjórinn sjá um að gera verkið klárt í útboð til lokahönnunar í samstarfi við viðkomandi byggingarnefnd.

Þegar tilboð í lokahönnun koma lýkur hlutverki verkefnisstjóra og byggingarnefnda sömuleiðis. Þá mun taka við nýr fasi sem snýr beint að framkvæmdum og sveitarstjórn mun taka ákvörðun um með hvaða hætti því verður fram haldið.

Heimild: Skessuhorn.is