Home Fréttir Í fréttum Launafólk „Ber­skjaldað fyr­ir svindli“

Launafólk „Ber­skjaldað fyr­ir svindli“

55
0
ASÍ Alþýðusam­band Íslands

Alþýðusam­band Íslands hef­ur á síðustu vik­um orðið vart við vanda­mál sem tengj­ast und­ir­boðum á vinnu­markaði. Í mörg­um til­fell­um er um að ræða und­ir­verk­taka hjá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um eða starfs­manna­leig­ur og þá oft í tengsl­um við mann­virkja­gerð.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ þar sem bent er á vax­andi fjölda er­lendra fyr­ir­tækja sem eru með tíma­bundna starf­semi hér á landi, einkum í tengsl­um við mann­virkja­gerð en einnig aðra at­vinnu­starfsemi.

ASÍ seg­ir það vera staðreynd að er­lent launa­fólk sem starfi hjá þess­um fyr­ir­tækj­um sé ber­skjaldað fyr­ir svindli enda eðli máls­ins sam­kvæmt með tak­markaða þekk­ingu á þeim rétt­ind­um sem því eru tryggð með kjara­samn­ing­um og lög­um á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Þá hafi komið fram að þessi fyr­ir­tæki hafi ekki verið að greiða skatta og skyld­ur til ís­lensks sam­fé­lags. „Á þess­ar staðreynd­ir hef­ur formaður Fram­sýn­ar, stétt­ar­fé­lags og og full­trú­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar bent, varað við af­leiðing­un­um og hvatt til þess að við þeim verði brugðist af festu,“ seg­ir ASÍ.

Ósam­mála frétt RÚV

Vísað er til há­deg­is­frétt­ar RÚV frá laug­ar­deg­in­um 7. nóv­em­ber sl., þar sem haft var eft­ir sviðsstjóra fyr­ir­tækja­skrár Rík­is­skatt­stjóra að ekk­ert benti til þess að ís­lensk fyr­ir­tæki væru að reyna að kom­ast hjá því að greiða skatta og gjöld með því að út­vista verk­efn­um til er­lendra fyr­ir­tækja sem veita þjón­ustu tíma­bundið hér á landi.

„Jafn­framt mátti skilja á sviðsstjór­an­um að lítið sé um er­lend fyr­ir­tæki með tíma­bundna starf­semi hér á landi. Alþýðusam­bandið er ósam­mála því sem fram kom í fram­an­greindri frétt,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Staðreynd­irn­ar tala sínu máli. Jafn­framt bend­ir ASÍ á mik­il­vægi þess að embætti RSK skoði málið nán­ar og taki ábend­ing­ar þeirra aðila al­var­lega sem næst vinnu­markaðnum standa og búa yfir mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um í þess­um efn­um.“

Heimild: Mbl.is