Home Í fréttum Niðurstöður útboða Öll til­boðin und­ir kostnaðaráætl­un vegna eftirlits við bygg­ingu sjúkra­hót­els

Öll til­boðin und­ir kostnaðaráætl­un vegna eftirlits við bygg­ingu sjúkra­hót­els

221
0

Öll til­boð sem bár­ust í til­boð í um­sjón og eft­ir­lit með fram­kvæmd­um við bygg­ingu sjúkra­hót­els voru und­ir kostnaðaráætl­un, en til­boðin voru opnuð hjá Rík­is­kaup­um í dag. Kostnaðaráætl­un verks­ins hljóðar upp á 37,5 millj­ón­ir, en lægsta til­boðið var frá Verkís hf, eða 27,5 millj­ón­ir kr.

<>

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu Nýj­um Land­spít­ala, að bygg­ing sjúkra­hót­els­ins sé hluti af fyrsta áfanga bygg­ing­ar nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Um er að ræða eft­ir­lit með bygg­ingu sjúkra­hót­els og við fram­kvæmd­ir á lóð.

Fimm til­boð bár­ust í eft­ir­litið frá eft­ir­töld­um aðilum:

  1. Mann­vit – 28 millj­ón­ir
  2. 2. Efla verk­fræðistofa – 31,2 millj­ón­ir
  3. 3. Verkís hf. – 27,5 millj­ón­ir
  4. 4. Hnit verk­fræðistofa hf. – 32,8 millj­ón­ir
  5. VSÓ ráðgjöf ehf. – 32,6 millj­ón­ir

Í fram­hald­inu verður farið yfir til­boðin áður en end­an­leg niðurstaða fæst.

Á morg­un mun Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra skrifa und­ir samn­ing við LNS Saga vegna bygg­ing­ar sjúkra­hót­els á kl. 11. Ráðherra mun einnig taka fyrstu skóflu­stungu að sjúkra­hót­el­inu á opnu svæði á milli Barna­spítala og kvenna­deild­ar við Land­spít­al­ann við Hring­braut.

Samn­ing­ur­inn er milli NLS Saga, sem var lægst­bjóðandi í verkið, og hluta­fé­lags­ins Nýr Land­spít­ali ohf.  Áætluð heild­ar­stærð sjúkra­hót­els er um 4.000 fer­metr­ar.

Heimild: Mbl.is