Home Í fréttum Niðurstöður útboða Árni ehf. í Galtafelli í Hrunamannahreppi bauð lægst í endurnýjun Hvammsvegar

Árni ehf. í Galtafelli í Hrunamannahreppi bauð lægst í endurnýjun Hvammsvegar

351
0

Árni ehf. í Galtafelli í Hrunamannahreppi bauð lægst í endurnýjun Hvammsvegar, meðfram Litlu-Laxá í Hrunamannahreppi.

<>

Tilboð Árna hljóðaði upp á rúmar 21,6 milljónir króna en kostnaðaráætlun Hrunamannahrepps, sem býður verkið út, hljóðaði upp á rúmar 30,3 milljónir króna.

Tvö önnur tilboð bárust í verkið og voru þau einnig undir kostnaðaráætlun; Fögrusteinar ehf. í Birtingaholti buðu rúmar 24,3 milljónir króna og Gröfutækni ehf. á Flúðum bauð tæpar 27,8 milljónir króna.

Verkið felur í sér vegagerð að Hvammi á Flúðum auk reiðstígs meðfram vegi.

Heimild: Sunnlenska.is