Hætta að ofan
Þegar hundrað og tíu tonna flykki sveiflast yfir hausamótunum á fólki verður það einkennilegt í laginu, herpir sig saman eins og einhver ætli að kasta í það snjókúlu. Tveir stórir kranar og 80 hjóla vagn óku yfir landið þvert og endilegt til að snara þurrkaranum úr skipi á Fáskrúðsfirði og aka honum stuttan spöl að verksmiðjudyrunum.
Mikil fyrirhöfn á komast á staðinn
Kranarnir hífðu þurrkarann samtímis og öðrum þeirra stýrði Margrét Erla Júlíusdóttir. Við hittum á hana þar sem hún þefar af rauðri gírolíu sem hafði verið til vandræða. „Við erum komin úr Hafnarfirði. Ætli það hafi ekki tekið 16-17 tíma. Það var bilanavesen á leiðinni. Svo þurftum við að vera með svokallað dollí aftan í okkur til þess að fara yfir brýrnar því þær þola ekki þungan á krananum. Þá þurfum við að lyfta bómunni, snúa við og leggja ofan í dollíið áður en við förum yfir brýrnar. Það eru vissar brýr sem þola ekki þungann. Þannig að það tekur mjög langan tíma að græja þetta,“ segir Margrét.
Endurnýjun og aukin afköst
Aka þurfti þurrkaranum um þröngar götur þorpsins á Búðum í Fáskrúðsfirð, fram hjá Franska spítatalanum og niður brattan að verksmiðjunni en allt gekk vel enda 80-hjóla vagninn með beygjur á öllum hjólum og búnað til að halla ferlíkinu, ef út í það fer. „Þurrkarinn sjálfur kostar um 140 milljónir. Með flutningi og öllu er þetta vel yfir 150 milljónir. Þetta er bara hluti af endurnýjun; að geta tekst á við meira á hverjum sólarhring í hráefni,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
Heimild: Rúv.is