Home Fréttir Í fréttum Garða­bær marg­braut út­boðs­reglur og á að greiða bætur

Garða­bær marg­braut út­boðs­reglur og á að greiða bætur

249
0
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Fréttablaðið/Anton Brink

Út­boð Garða­bæjar um kaup á þjónustu raf­virkja vegna raf­lagna fól í sér ýmis brot á reglum. Bærinn hefur verið úr­skurðaður skaða­bóta­skyldur gagn­vart Raf­magns­þjónustunni ehf.

<>

Út­boðs­gögn voru birt 18. júní í sumar og sótti Raf­magns­þjónustan gögnin á heima­síðu Garða­bæjar. Bærinn féll hins vegar frá út­boðinu.

Raf­magns­þjónustan taldi að Garða­bæ hafi borið að aug­lýsa út­boðið á EES-svæðinu en bærinn hélt það fram að svo væri ekki því inn­kaupin hafi ekki náð á­kveðinni við­miðunar­fjár­hæð sem er 27.897.000 krónur.

Kæru­nefnd út­boðs­mála er ó­sam­mála túlkun Garða­bæjar. Um hafi verið að ræða inn­kaup á þjónustu raf­iðnaðar­manna fyrir þrjú nánar til­greind svæði.

Fyrir liggi að kostnaðar­á­ætlun bæjarins fyrir hvert svæði hafi verið 23.475.000 krónur miðað við tveggja ára samnings­tíma og heimilt væri að fram­lengja samninginn tvisvar sinnum um eitt ár í senn.

„Því verður að miða við að á­ætlað verð­mæti hins út­boðna samnings hafi verið um­fram við­miðunar­fjár­hæð vegna út­boðs­skyldu sveitar­fé­laga á EES- svæðinu þegar tekið er til­liti til saman­lagðs á­ætlaðs virðis varnar­aðila vegna hvers hinna þriggja svæða um sig og allt að fjögurra ára samnings­tíma,“ segir kæru­nefndin sem kveður marga fleiri ann­marka hafa verið á fram­kvæmd út­boðsins.

Þá segir kæru­nefndin að Garða­bær séu skaða­bóta­skyldur vegna tjóns sem brot á reglum um opin­ber inn­kaup hafi í för með sér fyrir fyrir­tæki.

„Fyrir­tæki þarf einungis að sanna að það hafi átt raun­hæfa mögu­leika á að verða valið af kaupanda og mögu­leikar þess hafi skerst við brotið,“ segir kæru­nefndin sem kveður bóta­fjár­hæð eiga að miðast við kostnað við að undir­búa til­boð og taka þátt í út­boði.

„Eins og málið liggur fyrir nefndinni verður því að miða við að kærandi hafi átt raun­hæfa mögu­leika á að verða valin af kaupanda og að mögu­leikar hans hafi skerst við brot varnar­aðila [Garða­bæjar],“ segir kæru­nefndin.

Úr­skurður kæru­nefndarinnar var lagður fram í bæjar­ráði Garða­bæjar fyrr í dag.

Þar lagði Ingvar Arnar­son, bæjar­full­trúi Garða­bæjar­listans fram fyrir­spurn um þann kostnað bæjarins vegna kaupa á lög­fræði­þjónustu og um kostnað vegna þjónustu verk­fræði­stofa vegna út­boðsins.

„Líkt og fram kemur í gögnum málsins hefur bærinn notið að­stoðar verk­fræði­stofu við undir­búning ramma­út­boðs og lög­fræði­stofu. Hversu mikla skaða­bóta­á­byrgð bera þeir aðilar í þessum úr­skurði?“ spyr Ingvar.

„Hvers vegna var ekki gengið til samninga við lægst­bjóð­endur í stað þess að gera Garða­bæ skaða­bóta­skyldan líkt og kemur fram í úr­skurði kæru­nefndar og hver tók þá á­kvörðun?“ spyr bæjar­full­trúinn enn­fremur.

Bæjar­ráðið fól Gunnari Einars­syni bæjar­stjóra að svara fyrir­spurn Ingvars Arnar­sonar.

Heimild: Frettabladid.is