Home Fréttir Í fréttum Eign­ir fé­lags Eggerts nema 2,5 millj­örð­um

Eign­ir fé­lags Eggerts nema 2,5 millj­örð­um

549
0
Eggert Þór Dagbjartsson, fjárfestir. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Eignir félags Eggerts Þórs Dagbjartssonar, Solomio, námu 2,5 milljörðum króna á síðasta ári. Eggert er fjárfestir sem kom meðal annars að byggingu  hótelsins.

<>

Eignir félagsins Solomio í lok árs 2020 námu 2,5 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarða króna árið áður. Eigið fé félagsins í árslok 2020 nam 1,7 milljörðum króna og hélst óbreytt milli áranna 2019 og 2020.

Lán eru við tengda aðila. Félagið er í eigu hjónanna Eggerts Þórs Dagbjartssonar og Bjargar Bergsveinsdóttur.

Eggert er fjárfestir sem hefur starfað lengst af í Bandaríkjunum og meðal annars verið nemi við hinn virta Harvard- háskóla.

Eggert hefur í rúm 30 ár starfað hjá fjárfestingafélaginu Equity Resource Investments (ERI).

Þá kom hann að byggingu Reykjavík Edition hótelsins í gegnum fasteignafélagið Carpenter & Company sem Eggert er meðal annars hluthafi í.

Hann kom einnig að verkefni sem sneri að því að byggja íbúðir við Austurhöfn og verslunarhúsnæði við hlið Hörpu.

Heimild: Frettabladid.is