Home Fréttir Í fréttum Enginn vildi starfa á trésmíðaverkstæði

Enginn vildi starfa á trésmíðaverkstæði

125
0
Gunnar Stefán Gunnarsson bauð mörgum starf á verkstæðinu. mbl.is/Unnur Karen

Gunn­ar Stefán Gunn­ars­son, verk­stjóri JP inn­rétt­inga í Hafnar­f­irði, seg­ist hafa boðið 20 ein­stak­ling­um án vinnu starf hjá fyr­ir­tæk­inu en eng­inn hafi sýnt því áhuga.

<>

„Mig hef­ur vantað menn og hef aug­lýst eft­ir smiðum en vissi svo sem að það yrði erfitt. Þannig að ég sló af kröf­un­um og aug­lýsti eft­ir handlang­ara en hér eru fjór­ir út­skrifaðir smiðir.

Ég talaði við yfir tutt­ugu en flest­ir voru á at­vinnu­leys­is­skrá hjá Vinnu­mála­stofn­un. Tveir voru heiðarleg­ir og sögðust vera bún­ir að fá vinnu og það var hið besta mál.

Tveir komu hingað og þeim leist ekki illa á verk­stæðið. Þeir ætluðu að hafa sam­band síðar en ég heyrði aldrei frá þeim. Það var eng­inn áhugi og ekki einu sinni spurt um laun­in.

Svöruðu ekki fyr­ir­spurn­um
Ég náði hins veg­ar aldrei í hina sem voru á at­vinnu­leys­is­skrá, hér um bil 18 manns. Þeir svöruðu aldrei í síma. Fjár­mála­stjór­inn minn sendi upp­lýs­ing­ar um þessi sam­skipti til aðalskrif­stofu Vinnu­mála­stofn­un­ar sem hefði að mínu áliti átt að láta vita að um­rædd­ir ein­stak­ling­ar væru ekki í at­vinnu­leit.

Ég hef aldrei rætt við jafn marga á svo stutt­um tíma með jafn litl­um ár­angri,“ seg­ir Gunn­ar Stefán sem þurfti að lok­um að fara aðrar leiðir til að finna fólk.

Hann hafi nú ráðið tvo aðstoðar­menn til starfa á verk­stæðinu. Ann­ar sé nem­andi í Iðnskól­an­um og hinn ung kona sem aug­lýsti eft­ir vinnu. Gunn­ar Stefán seg­ir að sam­tím­is þessu áhuga­leysi á störf­un­um sé skort­ur á tré­smiðum á Íslandi.

„Það vant­ar alls staðar smiði. Ef smiður er góður er hann ekki á lausu,“ seg­ir Gunn­ar Stefán.

Heimild: Mbl.is