Home Fréttir Í fréttum 2,2 milljarða eftirgjöf skulda

2,2 milljarða eftirgjöf skulda

177
0
Aðsend mynd

Gamma: Novus gaf eftir 2,2 milljarða víkjandi lán á dótturfélag sitt, Upphaf fasteignafélag, á síðasta ári.

<>

Upphaf fasteignafélag hagnaðist um 625 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við nærri tveggja milljarða tap árið áður.

Þar munar helst um eftirgjöf á víkjandi láni, að fjárhæð 2,2 milljarðar, frá móðurfélaginu Gamma: Novus „þar sem mat stjórnenda er að það lán muni ekki greiðast“, segir í ársreikningi.

Rekstrartekjur Upphafs námu ríflega 4,5 milljörðum, byggingarkostnaður 4,8 milljörðum, og annar rekstrarkostnaður um 280 milljónum.

Eignir félagsins voru um 10,4 milljarðar í árslok, skuldir voru 11,7 milljarðar og eigið fé neikvætt um 1,25 milljarða.

Félagið seldi 142 íbúðir á 6,7 milljarða á síðasta ári og í ár er búið að selja 69 íbúðir fyrir 4,1 milljarð, samkvæmt ársreikninginn sem var skrifað undir í lok maí.

Framkvæmdir í flestum verkefnum eru sagðar langt komnar og sala á þróunareignum er lokið. Ráðgert að er að ljúka framkvæmdum á vegum félagsins á árinu 2021.

Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma, segir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið einbeiti sér að þeim verkefnum sem það standi frammi fyrir og að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framtíð Upphafs.

Heimild: Vb.is