Isavia undirritaði í dag samning við Verkfræðistofu Suðurnesja um framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf vegna nýrrar viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og eru hluti af vinnu við stækkun flugstöðvarinnar og umbótum á Keflavíkurflugvelli í framhaldi af hlutafjáraukningu ríkisins í Isavia.
Mörg hundruð ný störf verða til í sumar í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið á síðustu mánuðum með útboðum og verðkönnunum.
Heimild: Sudurnes.net