Home Fréttir Í fréttum Góður frágangur eftir framkvæmdir við hitaveituæð

Góður frágangur eftir framkvæmdir við hitaveituæð

302
0
Gissur Þór Ágústsson frá Veitum við endurnýjaða lögn ofan við Hvítanes. Ljósm. frg./skessuhorn.is

Undanfarin ár hafa Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, staðið í stórræðum á Vesturlandi.

<>

Verið er að endurnýja hitaveituæðina á milli Deildartungu í Reykholtsdal og dælustöðvanna fyrir þéttbýliskarnana Hvanneyri, Borgarnes og Akranes.

Alls er lagnaleiðin um 74 kílómetrar. Nú er lokið við endurnýjun á 46,5 km og gert ráð fyrir að framkvæmdirnar standi yfir fram á árið 2026.

Í sumar hefur lögnin meðfram Akrafjallsvegi verið endurnýjuð. Athygli hefur vakið hversu vel hefur verið staðið að frágangi lands á gamla lagnasvæðinu eftir framkvæmdirnar.

Eldri lögnin var lögð ofanjarðar og lá því eftir grónum garði. Nýja lögnin er hins vegar öll lögð neðanjarðar og hverfur því sjónum.

Heimild: Skessuhorn.is