Home Fréttir Í fréttum Kann­ast ekki við óleyf­is­fram­kvæmd­ir

Kann­ast ekki við óleyf­is­fram­kvæmd­ir

229
0
Unnið hef­ur verið að breyt­ing­um á fyrstu hæð Þjóðleik­húss­ins að und­an­förnu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Það var leitað leyf­is fyr­ir öll­um breyt­ing­um sem hafa verið gerðar,“ seg­ir Pét­ur H. Ármanns­son, sviðsstjóri hjá Minja­stofn­un, í til­efni um­mæla Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Miðflokks­ins.

<>

Gagn­rýndi hún harðlega ný­leg­ar fram­kvæmd­ir í Þjóðleik­hús­inu, sem hún sagði að hefðu verið samþykkt­ar eft­ir á.

Hafði sam­band fyr­ir­fram

„Þjóðleik­húsið hafði sam­band við okk­ar deild snemm­sum­ars í júní og kynnti okk­ur þess­ar hug­mynd­ir sem voru á döf­inni,“ seg­ir Pét­ur og vill ekki kann­ast við að borg­in hafi farið á svig við regl­ur þegar fram­kvæmd­ir fóru fram á hús­inu, sem hef­ur verið friðað frá ár­inu 2004.

Seg­ir Pét­ur einnig að all­ar breyt­ing­arn­ar séu aft­ur­kræf­ar að und­an­skild­um breyt­ing­um á tröpp­um Þjóðleik­húss­ins, sem voru lagðar fyr­ir húsafriðun­ar­nefnd og voru samþykkt­ar. Breyt­ing­arn­ar hafi verið unn­ar í góðu sam­starfi við ríkið:

„Það var sér­stak­lega gætt þess að bora ekki í veggi eða gólf, þar sem eru sér­staklga málaðir vegg­ir eða gólf­flís­ar. Þess var gætt að skemma ekki vegg­fleti húss­ins.

Síðan verður miðasal­an aft­ur sett í upp­runa­lega miðasölu­bás­inn fyr­ir miðju svo það er verið að færa ákveðna hluti í upp­runa­legt horf,“ seg­ir hann að lok­um.

Heimild: Mbl.is