Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Bakkafjörður, endurbygging brimvarnar 2020

Opnun útboðs: Bakkafjörður, endurbygging brimvarnar 2020

355
0

Opnun tilboða 6. október 2020. Hafnarstjórn Langaneshafna óskaði eftir tilboðum í endurbyggingu brimvarnar á Bakkafirði. Endurbyggja og styrkja skal grjótkápu brimvarnar sem umlykur smábátahöfnina á Bakkafirði.

<>

Verkið felst í vinnslu grjóts í grjótnámu á Kolbeinstanga við Vopnafjörð, flutning efnis að garðstæði og endurbyggingu grjótkápu brimvarnar.

Helstu magntölur:

Vinnsla grjóts í námu og útlögn 3.066 m³.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 2021.