Home Fréttir Í fréttum Verulegur samdráttur í íbúðabyggingum

Verulegur samdráttur í íbúðabyggingum

233
0
Mynd: SI.is

Í nýrri greiningu SI  kemur fram að ný talning samtakanna sýnir glöggt að verulegur samdráttur er í íbúðum í byggingu, sér í lagi á fyrstu byggingarstigum.

<>

Á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum eru 4.946 íbúðir í byggingu. Samdráttur íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni mælist um 18% frá haust-talningu SI 2019.

Mestur samdráttur eða 41% er á fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fokheldu. Leita þarf aftur til eftirhrunsáranna 2010-2011 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúðarhúsnæðis á umræddu svæði.

Hins vegar fjölgaði fullgerðum íbúðum umtalsvert á milli ára. Talningin fór fram í september.

Mynd-1-Ibudatalning-002-

Niðurstöður þessarar nýju talningar SI benda til þess að umtalsvert færri fullgerðar íbúðir komi inn á íbúðamarkaðinn á næstu árum.

Samtök iðnaðarins spá því að 1.986 íbúðir verði fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum á árinu 2021. Nemur það 21% samdrætti frá spá samtakanna í september 2019.

Þá gera samtökin ráð fyrir því að fullbúnum íbúðum muni halda áfram að fækka á árinu 2022 þegar áætlað er að 1.923 fullbúnar íbúðir fari á markað. Það er 28% samdráttur frá spá samtakanna í september í fyrra.

Mynd-2-Ibudatalning-002-

Umtalsverð fækkun íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu

Rúmlega 4.100 íbúðir eru nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt talningu SI. Mælist samdrátturinn um 17% frá haust-talningu síðasta árs.

Viðlíka samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sést síðan á árunum 2010-2011.

Um 78% íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu eru innan Reykjavíkur og Kópavogs. Í Reykjavík nemur samdráttur íbúða í byggingu á milli ára tæpum 9%, en þar af er um 47% fækkun á íbúðum á fyrstu byggingarstigum.

Þá fjölgar fullgerðum íbúðum um 179% frá september í fyrra. Í Kópavogi var samdráttur bæði á íbúðum að fokheldu og íbúðum sem eru fokheldar og tilbúnar til innréttinga (byggingarstig 4 og 5).

Hins vegar fjölgaði fullgerðum íbúðum frá haust-talningu SI en í heildina nam samdráttur íbúða í byggingu í Kópavogi ríflega 31% á milli ára.

Hér er hægt að nálgast greiningu SI í heild sinni.

Heimild: SI.is