F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Veitna ohf. er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Bústaðavegur frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð. Stígagerð og lagnir, útboð nr. 14952
Verkið felst í gerð göngu og hjólastígs milli Veðurstofuvegar og Litluhlíðar ásamt gangstétt og endurnýjun kantsteins í Háuhlíð og gróðursetningu trjágróðurs.
Einnig felur verkefnið í sér að endurnýja hitaveitulagnir og háspennustrengi frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð ásamt lýsingu fyrir göngu- og hjólastíg.
Rífa þarf upp núverandi yfirborð stígs og gangstéttar og jarðvegsskipta undir fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg ásamt fullnaðarfrágangi veitulagna, gróðurs, yfirborðs og merkinga.
Helstu magntölur eru:
- Upprif malbiks 720 m2
- Upprif á steyptri stétt 140 m2
- Upprif á kantsteini 190 m
- Uppgröftur 2.100 m3
- Malarfylling 1.950 m3
- Jöfnunarlag 2.150 m2
- Malbik 2050 m2
- Kantsteinn 160 m
- Steypt stétt 560 m2
- Hellu- og steinlagnir 70 m2
- Þökulögn 3.000 m2
- Trjágróður 84 stk.
- Umferðarmerki 7 stk.
- Sprautumössun 390 m
- Lagnir- Uppgröftur 1.400 m3
- Lagnir- Fylling 1.300 m3
- Hitaveitulagnir 1.000 m
- Jarðstrengir 1.250 m
Lokaskiladagur verksins er 30. nóvember 2020.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl.10:00, þann 28. júlí 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:30 þann 12. ágúst 2020.