6.7.2015
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í styrkingu og endurbætur á 6,5 km kafla á Hringvegi (1). Kaflinn er frá Jökulsá á Dal að Heiðarseli. Í útboðinu felst m.a. breikkun vegar, lenging ræsa, þurrfræsing og lagning tvöfaldrar klæðingar.
Helstu magntölur eru:
Fylling | 10.000 | m3 |
Skering | 1.000 | m3 |
Fláafleygar | 15.000 | m3 |
Burðarlag 0/22 mm (þ.m.t. efnisvinnsla steinefna) | 3.000 | m3 |
Styrktarlag | 10.000 | m3 |
Þurrfræsing | 44.000 | m2 |
Tvöföld klæðing (þ.m.t. efnisvinnsla steinefna) | 50.000 | m2 |
Frágangur fláa | 100.000 | m2 |
Verkið er áfangaskipt og er gert ráð fyrir að breikka veginn að mestu á árinu 2015 og ljúka breikkun vegar, fræsa burðarlag og klæðingu ásamt öðrum verkþáttum að fullu fyrir 1. september 2016.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 6. júlí 2015. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. júlí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.