Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000 m².
Í tilkynningu kemur fram að þátttökubeiðnir hafi borist frá Eykt, Íslenskum aðalverktökum, Ístaki, Rizzani De Eccher Island og ÞG verktökum.
Þar segir enn fremur að eftir yfirferð forvalsgagna verða niðurstöður kynntar 6. janúar.
Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin á skipulagsreit Hringbrautarverkefnisins og í henni verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafa verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar, segir í tilkynningunni.
Meðferðarkjarninn er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Heimild: Mbl.is
Úr fundargerð Ríkiskaupa
Þátttökubeiðnir bárust frá:
Rizzani De Eccher Island ehf
Ístak hf
Íslenskir aðalverktakar hf
ÞG verktakar
Eykt
Úrvinnsla er í gangi.
Opnunardagsetning: 22.2.2020 13:00
Ríkiskaup og Nýr Landspítali þakka fyrir þátttökuna.