Home Fréttir Í fréttum Óðinsgata opin á ný

Óðinsgata opin á ný

348
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Opnað hefur verið fyrir umferð um Óðinsgötu og Spítalastíg, en þær götur hafa verið endurgerðar og hefur snjóbræðslan virkjuð þar sem og á Freyjutorgi og Týsgötu.

<>

Nokkurn tíma tekur fyrir snjóbræðsluna að ná yfirhöndinni í gegnfrosinni jörðinni í þessari kuldatíð og því er notast við salt og sand til að tryggja gönguleiðir. 3

Mynd: Reykjavíkurborg

Framkvæmdum við Týsgötu lauk fyrir nokkru síðan og framkvæmdir við Óðinsgötu og Spítalastíg eru langt komnar. Meðal annars hefur götulýsing verið tengd og umferðarmerkingar settar upp.

Verktakinn Bjössi ehf. tók til á framkvæmdasvæðinu og flutti tæki og efni burt.

Mynd: Reykjavíkurborg

Áframhald vinnu við endurgerð Óðinstorgs frestast þar til frost fer úr jörð og hægt verður að steypa setpalla og ganga frá yfirborði torgsins.

Óðinstorg verður girt af sem vinnusvæði þar til framkvæmdum er lokið. Aðgengi að gistiheimilinu við Óðinstorg verður tryggt og gengið verður frá yfirborði gangstéttar að því.

Heimild: Reykjavíkurborg