Home Fréttir Í fréttum Steyp­an í „Holu ís­lenskra fræða“

Steyp­an í „Holu ís­lenskra fræða“

217
0
Mynd: Skjáskot af Mbl.is

Fram­kvæmd­ir við Hús ís­lenskra fræða eru nú í full­um gangi. Búið er að steypa grunn þess rúm­um sex árum frá því að fyrsta skóflu­stung­an var tek­in á sín­um tíma.

<>

Halda mætti að álög séu á hús­bygg­ing­um á svæðinu því ferlið var svipað við bygg­ingu Þjóðar­bók­hlöðunn­ar sem stend­ur skammt frá.

Það var í lok janú­ar árið 1978 sem fyrsta skóflu­stung­an að Þjóðar­bók­hlöðunni var tek­in en húsið var svo ekki tekið í notk­un fyrr en sex­tán árum síðar.

Þá hafði farið fram mikið stapp um fjár­mögn­un bygg­ing­ar­inn­ar og ýms­ir snún­ing­ar verið tekn­ir á Alþingi til þess að koma fram­kvæmd­un­um inn á fjár­lög.

Sú ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að helm­ing­ur þeirr­ar upp­hæðar sem veitt yrði í fram­kvæmd­ina árið 1990 kæmi úr sjóðum Happa­drætt­is Há­skól­ans vakti t.a.m. hóf­lega hrifn­ingu yf­ir­stjórn­ar skól­ans.

Miðopna Morg­un­blaðsins ann­an des­em­ber 1994 var lögð und­ir opn­un Þjóðar­bók­hlöðunn­ar. Þar er sagt frá því að um eitt þúsund manns hafi sótt opn­un­ina. Skjá­skot

Gjörn­ing­ar og aðrir notk­un­ar­mögu­leik­ar
Þegar ljóst varð að fram­kvæmd­um við Hús ís­lenskra fræða, eða Hús ís­lensk­unn­ar eins og það er stund­um kallað, yrðu sett­ar á ís vakti það nokkuð sterk viðbrögð.

Ung­ir vinstri græn­ir voru afar ósátt­ir við aðgerðal­eysið og um haustið 2013 skoruðu þeir á unga Sjálf­stæðis­menn í vest­firsku þjóðaríþrótt­inni mýr­ar­bolta .

Tek­ist yrði á í grunn­in­um. Það væri það „menn­ing­ar­leg­asta“ sem hægt væri að gera í stöðunni, eins og stóð í áskor­un­inni.

Þó augljóst sé að slík­ur viðburður myndi vekja mikla og verðskuldaða at­hygli varð þó ekk­ert af rimm­unni. Fróðlegt verður að sjá hvort rík­is­stjórn flokk­anna end­ist lífið til að klára húsið í sam­ein­ingu.

Þegar nokk­ur at­hafna­skáld tóku sig til og efndu til sam­keppni um ljót­asta orð móður­máls­ins í lok árs 2013 þótti við hæfi að til­kynna það við „Holu ís­lenskra fræða“ og er það elsta heim­ild­in á mbl.is um þetta nýja nafn sem fest­ist við reit­inn.

Ef vilji var til þess að auka á drama­tík­ina var talað um „Gröf ís­lenskra fræða“ en hol­an virðist hafa haft vinn­ing­inn. Af ein­hverj­um óskilj­an­leg­um ástæðum var það orðið geir­varta sem hafði vinn­ing­inn í þess­um gjörn­ingi.

Sum­ir sáu þó tæki­fær­in sem lágu í hol­unni og einn þeirra var Björn Jón Braga­son sem þá rit­stýrði viku­blaðinu Reykja­vík .

Í leiðara blaðsins á út­mánuðum 2016 stakk hann upp á því að í stað fræðaset­urs­ins yrðu reist­ar stúd­enta­í­búðir í grunn­in­um. Árna­stofn­un fengi í staðinn Safna­húsið við Hverf­is­götu til sinna umráða.

Lík­lega hef­ur eng­in hola átt jafn stór­an sess í þjóðarsál­inni og Hola ís­lenskra fræða. Lands­bóka­safn sést í bak­grunni það var þó ekki þekkt hola þar sem grunn­ur var steypt­ur í húsið nokkuð snemma í ferl­inu. Rax / Ragn­ar Ax­els­son

„Stúd­entag­arðar á þess­um stað mættu gjarn­an vera nokkuð há bygg­ing, allt að fimm hæðir. Í raun­inni er vart hægt að hugsa sér heppi­legri stað fyr­ir íbúðir stúd­enta og þarna yrði það raun­hæf­ur kost­ur þeirra margra að vera án bíls sem myndi létta á bíla­stæðavand­an­um við Há­skól­ann og spara stúd­ent­um kostnað,“ reifaði Björn Jón.

Heimild: Mbl.is