Home Fréttir Í fréttum Mygla í skólum í Ísafjarðarbæ kostar tugi milljóna króna

Mygla í skólum í Ísafjarðarbæ kostar tugi milljóna króna

152
0
Mynd: Ísafjarðarbær

Tækniþjónusta Vestfjarða hefur tekið saman áætlun um kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir í Grunnskólanum á Ísafirði vegna myglu.

<>

Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra er kostnaðurinn áætlaður 60 milljónir króna.

Þá hefur minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs um myglu í Gunnskólanum á Suðureyri og leikskólanum Tjarnarbæ verið lagt fram í bæjarráði.

Þar kemur fram að mygla hefur mælst í einni skólastofu í Grunnskólanum á Suðureyri og í þakvirki leikskólans Tjarnarbæ.

Þegar þetta kom í ljós, sem var í síðustu viku var brugðist við á þann hátt að nemendur Grunnskólans á Suðureyri sem hafa verið í umræddri skólastofu voru færðir á annað svæði í skólanum, en ekki var talin ástæða til að færa
nemendur úr Tjarnabæ að svo stöddu máli, segir i minnisblaðinu.

Fyrirhugaðar voru viðgerðir á þaki Grunnskólans á Suðureyri í sumar og verða þær viðgerðir sem tengjast myglunni unnar þá. Skólastofan verður ekki í notkun fram á sumar.

Fara þarf í mjög miklar viðgerðir á þakinu á Tjarnabæ og verður það gert í sumarlokun leikskólans. Fram að þeim tíma verður lúgan upp á loftið loftþétt og öll umferð um loftið bönnuð.

Settur verður upp blásari til að tryggja undirþrýsting í þakrými. Þar á að vera hægt að halda úti eðlilegu skólastarfi.

Ekki kemur fram hver áætlaður kostnaður vegna þessara viðgerða er.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma með tillögu um hvernig kostnaðinum verður mætt í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019.

Heimild: BB.is