Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga tekin að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut

Skóflustunga tekin að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut

207
0
Mynd: Vísir/Eva Björk

Skóflustunga var tekin í gær að nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut.

<>

Ráðherrar ásamt fulltrúum félaga, hagsmunasamtaka og stofnanna tóku fyrstu skóflustungu nýs meðferðarkjarna.

Fyrrverandi heilbrigðisráðherrar voru viðstaddir skóflustunguna auk fjölmargra annarra gesta.

Áætlað er að meðferðarkjarninn verði tekin í notkun árið 2024.

Í tilkynningu segir að meðferðarkjarninn sé stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu svokallaða og gegni lykilhlutverki í starfseminni. Hann er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss.

Kjarninn tengist öðrum starfseiningum Landsspítala með tengigöngum og tengibrúm en hann verður á sex hæðum auk tveggja hæða kjallara.

Heimild: Visir.is