Home Fréttir Í fréttum 13.11.2018 Hringvegur (1) Biskupstungnabraut-Hveragerði áfangi Gljúfurholtsá – Varmá

13.11.2018 Hringvegur (1) Biskupstungnabraut-Hveragerði áfangi Gljúfurholtsá – Varmá

348
0
Biskupstungnabraut (35)

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkun Hringvegar ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg. Heildarlengd kaflans er um 2,5 km.

<>

Til framkvæmdanna telst einnig gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.

Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi.

Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Helstu magntölur vegna Hringvegar eru:
•Umframefni úr skeringum 63.900 m3
•Fyllingar 56.300 m3
•Fláafleygar 5.100 m3
•Stálræsi 300 m
•Ofanvatnsræsi 300 m
•Hliðarniðurföll 19 stk.
•Styrktarlag 44.000 m3
•Burðarlag, óbundið 8.000 m3
•Sementsbundið burðarlag 23.000 m2
•Malbik 60.500 m2
•Malbik til afréttingar á hæðum 4.000 tonn
•Vegrið 3.100 m
•Götulýsing, skurður, strengur, lagning 3.000 m
•Götulýsing, uppsetning ljósastaura 80 stk.
•Yfirborðsmerkingar, línur 12.750 m

Helstu magntölur vegna hliðarvega eru:
•Umframefni úr skeringum 29.000 m3
•Fyllingar 16.900 m3
•Fláafleygar 3.600 m3
•Stálræsi 250 m
•Styrktarlag 20.300 m3
•Burðarlag, óbundið 6.500 m3
•Tvöföld klæðing 28.500 m2
•Yfirborðsmerkingar, línur 7.900 m

Helstu magntölur vegna brúar á Varmá:
•Mótafletir 350 m2
•Slakbent járnalögn 23.200 kg
•Steypa 140 m3
•Vatnsvarnarlag undir malbik 150 m2

Helstu magntölur vegna reiðganga við Varmá:
•Stálplöturæsi 43.000 kg
•Ofanvatnsræsi 310 m
•Bergskeringar 1.200 m3
•Gröftur 2.900 m3
•Fylling 800 m3
•Járnalögn 2.600 kg
•Steypa 25 m3

Verkinu skal vera að fullu lokið 15. september 2019.

Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá fimmtudeginum 11. október 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu staði stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. nóvember 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

Útboð þetta er einnig auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði (EES).