Home Fréttir Í fréttum Áfallinn kostnaður um 270 milljónir

Áfallinn kostnaður um 270 milljónir

288
0
Utanhússframkvæmdir eru langt komnar við Fiskiðjuhúsið. Ljósmynd: Eyjar.net/TMS

Utanhússframkvæmdir Fiskiðjunnar voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Þar var farið yfir stöðu mála í framkvæmdum við Ægisgötu 2.

<>

Fram kom að áfallinn kostnaður er um 270 milljónir en ennþá á Vestmannaeyjabær eftir að ljúka smávægilegum verkum í stigahúsi og klæðningu á suðurhlið, segir í bókun ráðsins.

Stefán Óskar Jónasson oddviti Eyjalistans situr í ráðinu. ,,Ég var búinn að kalla eftir þessum upplýsingum og svo sem litlu við þetta að bæta nema kannski að einnig á eftir að ljúka við bílastæði og hellulagnir við húsið.”

Heimild: Eyjar.net