Home Fréttir Í fréttum Malbikunarframkvæmdir á Blönduósi í sumar

Malbikunarframkvæmdir á Blönduósi í sumar

181
0
Tillögur að svæðum sem verður unnið að með malbik sumarið 2018. Ljósm: Tæknideild Blönduósbæjar/Loftmyndir ehf.

Áætlað er að leggja um 9700 fermetra af malbiki á götur og plön í Blönduósbæ í sumar og er áætlaður kostnaður um 76,6 milljónir króna. Samkvæmt tillögum sem lagðar voru fram á fundi byggðaráðs í gær á að yfirleggja malbik á hluta Mýrarbrautar og efsta hluta Hnjúkabyggðar. Lagt verður malbik á nýja götu að MS húsinu frá Hnjúkabyggð og lokið verður við að malbika Smárabraut og tengja við Holtabraut. Þá verður lokið við að jarðvegsskipta Aðalgötu og lagt á hana malbik auk þess sem brekkan verður yfirlögð með malbiki.

<>

Gengið verður frá bílastæðum við Blönduóskirkju og Blönduóskirkjugarð, bílastæði stækkuð við leikskólann og lagt malbik á stíg við Hrútey ef styrkur fæst í það verkefni.

Þá á að malbika við leiksvæði Blönduskóla og plan við Þjónustumiðstöð Blönduósbæjar. Þetta eru líklega mestu malbikunarframkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist síðastliðin átta ár.

Heimild: Huni.is