26.1.2018
Tilboð opnuð 17. janúar 2018. Hafnir Ísafjarðarbæjar óskuðu eftir tilboðum í viðlegustöpul við Mávagarð á Ísafirði og framkvæmdir við hafnarkantinn á Flateyri.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
Á Ísafirði:
·Reka niður 28 stk. af tvöföldum stálþilsplötum og ganga frá stögum.
·Jarðvinna, upptekt á núverandi garði, fylling fyrir innan þil og grjótröðun við enda þils.
·Steypa um 40 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
Á Flateyri:
· Djúpþjöppun við hafnarkantinn á Flateyri.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2018.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Hagtak hf., Hafnarfirði | 72.500.000 | 184,1 | 25.052 |
Lárus Einarsson s.f., Mosfellsbæ | 57.245.616 | 145,4 | 9.798 |
Ísar ehf., Kópavogi | 47.447.900 | 120,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 39.380.250 | 100,0 | -8.068 |