Home Fréttir Í fréttum 65 íbúðir í hjarta Mos­fells­bæj­ar

65 íbúðir í hjarta Mos­fells­bæj­ar

218
0
Teikn­ing/​ASK arkí­tekt­ar

Í til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi miðbæj­ar Mos­fells­bæj­ar er gert ráð fyr­ir 65 íbúðum á sam­einuðum lóðum og eru þær ætlaðar fólki yfir 50 ára.

<>

Lóðir Há­holt 20-24 eru sam­einaðar í eina lóð en í stað versl­un­ar- og þjón­ustu­húss og fjöl­býl­is­húss á lóðum nr. 22 og 24 er gert ráð fyr­ir þyrp­ingu fjög­urra fjöl­býl­is­húsa með þjón­ustu­rými á jarðhæð.

Til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 31. júlí 2017 til og með 12. sept­em­ber 2017, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um til­lög­urn­ar má finna á heimasíðu Mos­fells­bæj­ar.

Heimild: Mbl.is