Home Fréttir Í fréttum 17.08.2017 Frágangur á frístundamiðstöð fyrir Golfklúbburinn Leynir

17.08.2017 Frágangur á frístundamiðstöð fyrir Golfklúbburinn Leynir

143
0

Golfklúbburinn Leynir í samstarfi við Fasteignafélag Akraneskaupstaðar hyggst reisa Frístundamiðstöð á Garðavelli á Akranesi. Frístundamiðstöðin verður húsnæði fyrir alla aldurshópa sem stefnt er að opni í byrjun maí 2018.

<>

Húsnæðið verður 960 m2 sem skiptist í 660 m2 jarðhæð með veitingasal og skrifstofum, 300 m2 kjallara með inniaðstöðu fyrir golfæfingar og aðra frístundastarfsemi.

Verktími framkvæmdar er áætlaður frá 1. október 2017 en þá mun niðurrif og jarðvinna hefjast, og í framhaldi þess mun uppsteypuverktaki reisa einingar og steypa saman mannvirkið.

Verktaki við frágang mun hefja störf um áramót og ljúka verkinu fyrir 1. maí 2018.  Mannvirkið er gert úr forsteyptum burðareiningum, með álplötum í utanhússklæðningu. Meginþak er límtré ásamt forsmíðuðum þakeiningum.

Á jarðhæð verður innri frágangur látlaus og smekklegur en einfaldur í kjallara.

Golfklúbburinn Leynir í samstarfi við Fasteignafélag Akraneskaupstaðar óskar eftir áhugasömum verktökum til að taka þátt í opnu útboði á innri og ytri frágangi hússins. Verktaki mun taka við verkinu uppsteyptu og skila því fullkláruðu til verkkaupa.

Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á netfangið akranes.utboð@mannvit.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda ásamt netfangi, nafni og símanúmer tengiliðs.

Tilboð verða opnuð í Golfskálanum við Garðavöll fimmtudaginn 17. ágúst kl. 11.00.