Home Fréttir Í fréttum Kviknaði í kranabíl sem ók á háspennulínu

Kviknaði í kranabíl sem ók á háspennulínu

1979
0
Mynd: RUV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sex leytið í dag þegar að kviknaði í kranabíl eftir að hann ók undir háspennulínu með kranann í hæstu stöðu. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn.

„Þarna er byggingarsvæði. Bíllinn virðist hafa keyrt með kranann undir háspennulínu. Við það kviknaði í bílnum og talsverð hætta skapaðist þegar straumurinn hljóp í gegnum bílinn,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum núna að bíða eftir því að Veitur taki strauminn af svæðinu svo við getum fært bílinn,“ segir Rúnar. „Bíllinn er ekki fastur en það er hættulegt að koma nálægt honum út af straumnum.“

Heimild: Ruv.is

Previous articleLést eftir fall úr byggingarkrana
Next articleMikil ásókn í lóðir við Rósaselstorg