Home Fréttir Í fréttum Lést eftir fall úr byggingarkrana

Lést eftir fall úr byggingarkrana

310
0
Mynd: RUV
Karlmaður lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning um slysið barst síðdegis og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á vettvang og hófu endurlífgunartilraunir. Maðurinn var síðan fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn.

<>

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins.

Heimild: Ruv.is