Home Fréttir Í fréttum Alls 350 íbúðir, verslun og hótel á Heklureit

Alls 350 íbúðir, verslun og hótel á Heklureit

190
0
Vinn­ingstil­lag­an frá Yrki arki­tekt­um. Skjá­skot

Yrki arki­tekt­ar áttu vinn­ingstil­lög­una í hug­mynda­sam­keppni um framtíðar­skipu­lag á svæðinu meðfram Lauga­vegi þar sem Hekla er nú til húsa. Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að biðstöð fyr­ir Borg­ar­lín­una eins og lagt var upp með þegar efnt var til keppn­inn­ar.

<>

Borg­ar­stjóri og for­stjóri Heklu skrifuðu í maí und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ing­una og verður hún sam­stillt við fyr­ir­hugaðan flutn­ing höfuðstöðva Heklu í Suður-Mjódd, en unnið er að því hjá Reykja­vík­ur­borg að gera þá lóð út­hlut­un­ar­hæfa. Gert er ráð fyr­ir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir.

Til­lag­an sýn­ir blandaða byggð íbúða, versl­ana, hót­els og bíla­kjall­ara. Meðfram Lauga­veg­in­um ligg­ur Borg­ar­lín­an og við Lauga­veg 176 er gert ráð fyr­ir biðstöð og stóru torgi. Þá ligg­ur göngu­gata langs­um gegn­um byggðina. Hér má skoða vinn­ingstil­lög­una nán­ar. 

Skip­holtið sett í önd­veg

„Það sem tek­ur við er að vinna ramma­skipu­lag á grunni til­lög­unn­ar og vinna hana í takti við það sem álit dóm­nefnd­ar gef­ur til kynna,“ seg­ir Björn Ax­els­son, skipu­lags­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg.

Stefnt er að að því að klára ramma­skipu­lagið í haust og þá get­ur deili­skipu­lags­vinna haf­ist á mis­mun­andi reit­um. „Hún get­ur tekið mis­lang­an tíma og fer eft­ir áhersl­um lóðahafa og ein­staka hags­munaaðila á svæðinu.“

Björn seg­ir að í ramma­skipu­lags­vinn­unni verði horft til þess að styrkja Skip­holtið sem versl­un­ar- og þjón­ustu götu. Til­lag­an sé ekki end­an­leg, hún hafi sína kosti og galla.

Þversniðsmyndirnar sýna hvernig byggðin leggur sig.
Heimild: Mbl.is